Umgjörð þjálfunar og keppni
Meginhlutverk Hauka er að vinna að eflingu íþrótta og glæða áhuga almennings fyrir gildi íþrótta og virkja sem flesta til þátttöku í íþróttum og almennu félagsstarfi. Það er stefna stjórnarmanna að samvinna og samheildni ríki meðal stjórnarmanna, þjálfara og iðkenda auk þess sem þeir kappkosti að vinna að framgangi knattspyrnunnar hjá félaginu.
Einnig hafa Haukar það að leiðarljósi að íþróttaiðkun skuli vera þroskandi bæði líkamlega, sálrænt og félagslega. Með því móti má skapa aðstæður fyrir mun fleiri börn og unglinga til að njóta sín innan íþróttahreyfingarinnar.
Markmið knattspyrnudeildar í keppnis- og afreksíþróttum er að eiga breiðan hóp afreksmanna í fremstu röð. Stefnt er að því að sjá iðkendum sem áhuga hafa á að ná langt á sviði afreka og keppni í knattspyrnu fyrir góðri þjálfun. Félagslegur stuðningur er einnig mikilvægur til að markmið afreksstefnunnar nái fram að ganga. Að sama skapi er gert ráð fyrir að þeir sem ekki velja afreksmennsku eða keppnisíþróttir fái tækifæri til að stunda íþróttir eða líkamsrækt við sitt hæfi.
Gengið er út frá ákveðnum aldursmörkum en hafa ber í huga að börn og unglingar er misjöfn eins og þau eru mörg.
Skilgreiningar
Með barnaíþróttum er átt við íþróttir fyrir börn á aldrinum til og með 12 ára.
Með unglingaíþróttum er átt við íþróttir fyrir börn á aldrinum 13 – 19 ára.
Markmið
Íþróttaþjálfun barna og unglinga hefur eftirfarandi markmið:
8 ára og yngri:
- Að auka hreyfiþroska.
- Að fyrstu kynni af íþróttum verði jákvæð.
- Að árangur hvers og eins iðkenda standi í fyrirrúmi en ekki fjöldi sigra í keppni.
9 – 12 ára:
- Að bæta tæknilega færni.
- Að auka þol, kraft og liðleika.
- Að efla samvinnu einstaklinga og vinna með félagsþroska barna þannig að þau geti tekið þátt í leik sem hópíþrótt, leikið með og móti öðrum þar sem leikgleði situr í fyrirrúmi.
- Að vita að það er skemmtilegt að sigra en mikilvægara að leika og æfa af gleði og ánægju.
- Að árangur hvers og eins iðkenda standi í fyrirrúmi en ekki fjöldi sigra í keppni.
- Að vekja íþróttaáhuga fyrir lífstíð.
13 – 16 ára:
- Að auka þol, kraft, hraða og liðleika.
- Að viðhalda og bæta áður lærða tæknilega færni.
- Að efla sjálfstraust og sjálfsöryggi sem leiðir að bættri sjálfsmynd.
- Að skapa félagslega jákvæðar aðstæður og umhverfi með íþróttastarfinu.
- Að kynna keppnis- og afreksíþróttamennsku og þann hugsunarhátt sem er nauðsynlegur til að árangur náist.
- Að kynna þá möguleika sem bjóðast þeim sem vilja iðka íþróttir sem líkamsrækt og vegna félagsskaparins.
17 – 19 ára:
- Að þróa og slípa tæknileg og leikfræðileg atriði.
- Að auka sérhæfingu og séræfingar iðkandans.
- Að auka þjálfunarálagið verulega.
- Að innleiða afrekshugsunarhátt hjá þeim sem stefna að þátttöku í keppnis- og afreksíþróttum.
- Að halda áfram að skapa möguleika fyrir þá sem vilja iðka íþróttir sem líkamsrækt og vegna félagsskaparins.
Leiðir að markmiðunum
Stefnt er að eftirfarandi leiðum til að ná settum þjálfunarmarkmiðum:
8 ára og yngri
- Að æfingar séu fjölbreyttar og stuðli að bættum hreyfiþroska. Æfingar eiga að örva hinar ýmsu skynstöðvar og vinna með gróf- og fínhreyfingar.
- Að þjálfun fari fram í leikjaformi.
- Að æfingar séu umfram allt skemmtilegar og að öll börn fái jöfn tækifæri til þátttöku.
- Að bjóða upp á íþróttaskóla sem býður upp á fjölbreytta hreyfigetu og byggist á boltagreinunum þremur, knattspyrnu, körfuknattleik og handknattleik.
9 – 12 ára:
- Að æfingar séu fjölbreyttar og stuðli að auknum hreyfiþroska.
- Að aðaláherslan í þjálfuninni sé á þjálfun tæknilegrar færni og að æfingar sé marg endurteknar.
- Að æfingarnar feli í sér þol, kraft og liðleikaæfingar.
- Að æfingar styrki samvinnu og samkennd iðkenda.
- Að æfingarnar séu umfram allt skemmtilegar og að öll börn fái jöfn tækifæri til þátttöku.
- Að háttvísi og íþróttamannsleg framkoma sé kennd.
- Að öll börn fái tækifæri til æfinga og keppni miðað við þroska og getu.
13 – 16 ára:
- Að æfingarnar séu fjölþættar.
- Að æfingarnar byggist meira en áður á þoli, krafti og hraðaæfingum ásamt liðleikaþjálfun.
- Að mikið sé unnið í tæknilegri útfærslu, leikir og leikæfingar í kappleiksformi.
- Að stunduð sé keppni með eigin bætingu í huga.
- Að þolþjálfunin sé sérhæfð.
- Að keppnisfyrirkomulagið verði til að efla innri hvatningu og félagsþroska.
17 – 19 ára:
- Að þjálfunaraðferðum fullorðinsþjálfunar sé beitt í þjálfuninni.
- Að leikæfingar, leikfléttur, útfærsla á íþróttagrein og tækni séu í fyrirrúmi.
- Að leikskipulag sé með tilliti til leikfræði einstaklings, hóps og heildarinnar.
- Að undirbúna einstakling fyrir keppni.
- Að framkvæma séræfingar, þrekæfingar, leiki með keppnisfyrirkomulagi sem styrkja samvinnu íþróttamanna og hvetja þá til dáða.
- Að kenna leikmönnum sjálfstæð vinnubrögð og að taka ábyrgð á eigin heilsu.
Keppni
Keppni barna og unglinga fylgi eftirfarandi áætlun:
8 ára og yngri: Sérsambönd halda oftast eitt mót fyrir þennan aldursflokk. Einnig eru félögin dugleg að halda mót sem taka frá 3-4 tímum til 3 daga. Það er síðan á valdi hvers þjálfara fyrir sig að velja og hafna en aðalmarkmiðið er að allir fái að taka þátt á eigin forsendum.
9 – 10 ára: Sérsamböndin halda mót fyrir þennan aldursflokk. Einnig eru félögin dugleg að halda mót sem taka frá 3-4 tímum til 3 daga. Það er síðan á valdi hvers þjálfara fyrir sig að velja og hafna en aðalmarkmiðið er að allir fái að taka þátt á eigin forsendum.
11 – 12 ára: Sérsamböndin halda mót fyrir þennan aldursflokk. Einnig eru félögin dugleg að halda mót sem taka frá 3-4 tímum til 3 daga. Það er síðan á valdi hvers þjálfara fyrir sig að velja og hafna en aðalmarkmiðið er að allir fái að taka þátt á eigin forsendum.
13 – 14 ára: Sérsamböndin halda mót fyrir þennan aldursflokk. Einnig eru félögin dugleg að halda mót sem taka frá 3-4 tímum til 3 daga. Það er síðan á valdi hvers þjálfara fyrir sig að velja og hafna en aðalmarkmiðið er að allir fái að taka þátt á eigin forsendum.
15 – 19 ára: Sérsamböndin halda íslandsmót og bikarmót fyrir þennan aldursflokk. Keppni skal fara fram á félags-, héraðs- , landshluta- og landsvísu og erlendis. Árangur í keppni orðinn markmið sem stefnt er að og þjálfunin miðast við hvort sem um lið eða einstakling er að ræða.
Verðlaun og viðurkenningar
Verðlaunaveitingar í keppni barna og unglinga fylgi eftirfarandi áætlun:
10 ára og yngri:
- Allir fái jafna viðurkenningu fyrir þátttöku.
11 – 12 ára:
- Lið vinni til verðlauna.
- Einstaklingar geta unnið til verðlauna í einstaklingsgreinum.
- Fyrst við 11 ára aldur er leyfilegt að krýna Íslandsmeistara, einstakling eða lið.
13 – 19 ára:
- Lið vinni til verðlauna.
- Einstaklingar vinni til verðlauna.
Óæskilegt er að veita börnum og yngri unglingum stórviðurkenningar s.s. Íþróttamaður félags, bæjar, héraðs, landshluta eða sérsambands. Verðlaunaveitingar á uppskeruhátíðum/verðlaunahátíðum séu í anda þess sem fram kemur hér að framan.