Félagsstarf

Stefnt skal að því að efla iðkanda sem félagsveru og kenna honum að taka tillit til annarra. Þá skulu iðkendur læra að virða félaga sína og beita sveigjanleika í samskiptum. Stefnt skal að því að auka skilning og hæfni iðkenda til þess að fara eftir reglum og fyrirmælum.

Mikilvægt er að hafa hópefli í hverjum flokki fyrir sig að minnsta kosti fjórum sinnum yfir keppnistímabilið og er hverjum þjálfara fyrir sig í sjálfsvald sett hvenær og hvað hann gerir. Þjálfari leggur fram áætlun fyrir hópefli í fyrsta mánuði þjálfunartímabils.

Stefnt er að því að foreldrar taki fullan þátt í félagsstarfinu og verði með því virkir þátttakendur í starfi deildarinnar.

Fastir viðburðir félagsstarfs eru uppskeruhátíðir þar sem árið er gert upp með tilheyrandi viðurkenningum þar sem við á.