Umhverfismál

Umhverfisstefna knattspyrnufélagsins Hauka er að ganga um umhverfi sitt af nærgætni og virðingu. Jarðúrgangur er endurnýttur eða honum er komið á viðurkennd svæði til losunar einnig eru endurnýtanlegum umbúðum komið í Sorpu. Mikilvægt er fyrir íþróttafélagið, bæjarfélagið og alla þá sem koma á íþróttasvæðið að umhverfið sé hreint og aðlaðandi, því við erum fyrirmynd þess heilbrigða.

Eftirfarandi atriði eru höfð að leiðarljósi:

 

  • Félagið íhugar að planta fleiri trjám á félagssvæðinu.
  • Reglulega tiltekt er á svæðinu.
  • Íþróttasvæðið er reyklaust.
  • Hugað er að aðgengi fyrir fatlaða.
  • Félagið hvetur foreldra til að sameinast í bíla þegar farið er á knattspyrnumót utan bæjarfélags.
  • Iðkendur og þjálfarar eru hvattir til að ganga vel um áhöldin til að tryggja sem lengstu endingu.
  • Iðkendur hvattir til að hugsa vel um búninga sem þeir fá til að tryggja sem lengstu endingu.
  • Iðkendur og foreldrar eru hvattir til að ganga eða hjóla til og frá æfingum.
  • Ruslafötur eru á íþróttasvæðinu.
  • Endurnýtanlegar umbúðir eru flokkaðar og þeim skilað í Sorpu.
  • Pappírsnotkun er takmörkuð.