Haukar.is
Félagið mitt

 
  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Forsíða Knattspyrnudeild Sam: Ég mun sakna Íslands

Sam: Ég mun sakna Íslands

Deila á Facebook Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út Skoða sem PDF skjal

Sam hefur nú yfirgefið Hauka og snúið aftur til EnglandsSam Mantom hefur nú snúið aftur til síns heimalands og mun byrja að æfa með West Bromwich Albion á ný eftir að hafa dvalið hjá Haukum í tæpa tvo mánuði. Honum tókst að skora tvö mörk á tíma sínum hér, það fyrra með skalla á móti Breiðablik og hitt skoraði hann með hnitmiðuðu skoti í vinstra hornið gegn Keflavík. Við tókum stutt viðtal við hann og þetta hafði hann að segja um þann tíma sem hann eyddi hjá Haukum.

,,Dvöl mín á Íslandi er búin að vera öðruvísi en ég er vanur á Englandi en það var einmitt ástæðan af hverju ég kom til Íslands, fá eitthvað öðruvísi til að láta mig upplifa það að vera einn á báti og upplifa samkeppni. Mér finnst við vera búnir að vera óheppnir í leikjum en kannski var heppnin bara ekki með mér í þetta skiptið. En ég hef virkilega notið mín hérna og ég hef hitt margt skemmtileg fólk, en ég held að allir vilji vera Englendingar," sagði Sam og hló.

,,Einnig fór ég með fjölskyldunni minni að sjá þetta fræga eldfjall sem hefur gert allt vitlaust í Evrópu," bætti hann við en hann kallar fólkið sem hann gisti hjá á Íslandi fjölskylduna sína.

,,Þar sem að ég vissi að Haukar væru nýkomnir upp í úrvalsdeild vissi ég að þetta yrðu tveir erfiðir mánuðir. Liðið var gott og þeir buðu mig strax velkominn í hópinn. Allir voru virkilega einbeittir að því að gera vel og vinna leiki. Það vantaði aldrei stuðninginn frá áhorfendunum sama hvað gerðist inná vellinum, sem mér fannst alveg frábært, kannski eitthvað sem Englendingarnir mega taka sér til fyrirmyndar," sagði hann og bætti svo við að hann hafi notið sín í Pepsi-deildinni.

,,Já ég naut mín virkilega vel að spila upp á stig og sæti í deildinni. Fyrstu tvo leikina var stemningin virkilega góð, kannski ekki stærsti áhorfendafjöldi sem ég hef spilað fyrir en þeim tókst að hvetja okkur til að fá stig gegn KR."


,,Gæðin í Pepsi-deildinni myndi ég líkja við aðra deildina í Englandi en hraðinn var virkilega góður svo að þetta var allt betra en ég bjóst við," sagði hann um íslenska boltann en sá hann eitthverja leikmenn sem eiga erindi í enska boltann?

,,Mér finnst enskur bolti allt öðruvísi en ég hef spilað á móti mörgum ágætum leikmönnum á meðan ég hef verið hér. Ég hef séð nokkra sem standast þær kröfur að spila á Englandi."

,,Ég veit ekki hvert stefnan er sett fyrir næsta tímabil. Ég mun æfa með aðalliðinu meira svo að það mun augljóslega gera mig að betri leikmanni. En ég myndi helst vilja fara á láni til eitthvers liðs á Englandi til að öðlast meiri reynslu. En hver veit, kannski maður verði heppinn og fær leik í ensku úrvalsdeildinni,"
sagði Sam um framhaldið en er enginn séns á að hann komi aftur og spili fyrir Hauka á næstu leiktíð?

,,Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Það fer allt eftir því hvað gerist á komandi leiktíð en ég get ekki spáð fram í tímann. En ég vil bara þakka öllum fyrir stuðninginn og fyrir frábærar móttökur."

,,Ég mun klárlega mæla með því fyrir 17-18 ára leikmenn WBA að koma til Íslands og öðlast meiri reynslu. Það er frábært að koma úr enska umhverfinu og vera vitni að eitthverju nýju. Ég mun einungis hafa góða hluti að segja um dvöl mína þegar ég hitti félagana, ég er að fá stanslausar spurningar þessa stundina," sagði hann en kannski fáum við að sjá annan leikmann WBA í framtíðinni í Haukabúningnum ef Sam stendur við orð sín og mælir með okkur. En hvað á hann eftir að sakna mest frá Íslandi?

,,Ég mun eflaust sakna mest fólksins sem ég hef verið með, þeir eru nú vinir mínir að eilífu og allir hafa verið virkilega góðir við mig, ef þeir koma til Englands þá mun ég glaður endurgjalda greiðann. Ég á eftir að sakna Íslands töluvert. Samt sem áður mun ég ekki sakna þess að sofa í dagsbirtu og hlakka til að fá góðan svefn um nóttina. Það verður gott að sjá tunglið á ný,"
segir hann og skilar svo nokkrum vel völdnum orðum til stuðningsmannanna.

,,Stuðningsmennirnir voru frábærir, alltaf að styðja okkur hvenar sem er og hvar sem er. Það sem mér fannst skemmtilegast var án efa þegar þeir öskruðu Sam the man 13, þeir vita hvað ég er að tala um,"
sagði Sam að lokum en greinilegt að hann hefur skemmt sér vel í Hafnarfirðinum og viljum við þakka honum fyrir allt sem hann gerði á þessum tæpum tveim mánuðum hjá Haukum.

 
Borði
No images

Vefpóstur

Nafn:
Lykilorð:

Leikir vikunnar

Mánudagurinn 15.des.
Olís deild kk. Valur - Haukar kl. 19:30
3. fl. kv. ÍR - haukar1 kl. 18:30

Þriðjudagurinn 16. des.

Miðvikudagurinn 17 .des.
Dominos deild kv. KR - Haukar kl. 19:15
4. fl. kv. Haukar2 - Fjölnir kl. 17:00

Fimmtudagurinn 18. des.
Olís deild kk. Haukar - Afturelding kl. 19:30

Föstudagurinn 19. des
Dominos deild kk. Keflavík - Haukar kl. 19:15
3. fl. kv. Haukar1 - ÍBV kl. 17:20
3. fl. kv. Haukar2 - ÍBV kl. 20:15
3. fl. kk. Þróttur2 - Haukar2 kl. 19:00

Laugardagurinn 20. des.
4. fl. kk. FH1 - Haukar1 kl. 12:30

Sunnudagurinn 21. des.Molar

Haukastúlkur urðu Íslandsmeistarar í handbolta í fyrsta sinn árið 1945.  Í meistaraliðinu voru þær Svava Júlíusdóttir, Guðbjörg Magnúsdóttir, Soffía Júlíusdóttir, Guðný Guðbergsdóttir, Sigurlaug Arnórsdóttir og Kristín Þorvarðardóttir. (heimild Haukar 60. ára, bls. 50)

samstarfsadilar

Borði