Áfram Ísland á Ásvöllum, öruggur 7 marka sigur á Norðmönnum :)

HM í handbolta í Svíþjóð, 13. - 30. janúar 2011Íslenska landsliðið lék í gærkvöldi gegn sterku liði Noregs. Það voru mikil átök í leiknum og ljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt. Leikurinn var á köflum frekar grófur en íslensku strákarnir gáfu ekkert eftir. Staðan eftir fyrri hálfleik var jöfn, bæði lið höfðu skorað 12 mörk en í þeim síðari sýndi íslenska liðið styrk sinn og seig fram úr og innbyrti að lokum 7 marka sigur, 29 – 22.

Leikurinn í gær var sýndur á stóru tjaldi í forrými veislusalarins. Mætingin og stemmningin var til fyrirmyndar og allir skemmtu sér vel.
Næsti leikur Íslands er á morgun, laugardag, gegn Þjóðverjum kl. 17.00. Það er fyrsti leikur Íslands í milliriðli en Ísland hefur aldrei áður farið taplaust í milliriðil. Við getum því miður EKKI sýnt leikinn á morgun á Ásvöllum þar sem húsið er í leigu undir Evrópumót í Futsal og forrýmið í veislusalnum er upptekið. Við bendum fólki á að fara í Golfskála Keilis og horfa á leikinn þar.

Áfram Ísland!