Þann 28. desember verður haldið Árgangamót knattspyrnudeildarinnar. Mótið verður innanhús á Ásvöllum og hefst stundvíslega kl. 18:00 og lýkur milli 20:00 og 21:00. Allir sem telja sig vera ALVÖRU Haukamenn mega láta sjá sig.
Skipting liða verður með ólíkum hætti en tíðkast. Verða þeir sem hafa sameiginlega aftasta tölustaf í fæðingarári saman í liði, til að koma í veg fyrir ójafna skiptingu. Með öðrum orðum verða ’91, ’81, ’71, og ’61 módel o.s.frv. saman í liði og verða ekki meira en 10 í hverju liði. Auk árgangaliða verða fyrrumúrvalsdeildarlið Hauka frá 1979 og 2010.
Reglur:
1. Fimm leikmenn spila í einu
2. Leikið 1x10min
3. Að leik loknum munu 5 leikmenn í hvoru liði taka þátt í bjórdrykkjukeppni sem gefa stig inn í mótið. Það geta því allir lagt sitt á vogaskálarnar.
Þátttökugjald er 0 kr. En það eina sem við ætlum að fara fram á er að hvert lið finni styrktaraðila. Hvert lið þarf því einungis að tala sig saman og hver leikmaður að hringja í mesta lagi 2-3 símtöl. Innan hvers liðs verða fyrirliðar sem hafa yfirumsjón með leikmönnum liðsins og söfnun styrkja.
Aðalatriðið er þó að hittast og hafa gaman. Eftir mót verður uppskeruhátíð með viðeigandi fögnuði. Barinn verður opinn á meðan móti stendur og frameftir kvöldi. Menn geta því rifjað upp gamlar hetjusögur og kennt okkur yngri hvernig á að spila fótbolta.
Endilega bjóðið þeim Haukamönnum sem af einhverri ástæðu hafa ekki fengið boð. Eins ef þið vitið um einhverja Haukamenn sem eru ekki á facebook en gætu haft áhuga á að taka þátt þá megið þið senda einhverjum af okkur Hilmurunum póst hér í gegnum facebook með upplýsingum um viðkomandi og við höfum samband við hann.
Hægt er að sjá meira um mótið á Facebook með því að smella hér.