Ásta Björk Agnarsdóttir til liðs við kvennalið Hauka í handknattleik

Ásta Björk AgnarsdóttirÁ dögunum var gengið frá tveggja ára samning við Ástu Björk Agnarsdóttur og hefur hún hafið æfingar með liðinu fyrir komandi keppnistímabil. Ásta er reynslubolti mikill sem getur leyst stöðu vinstri hornamanns og línu. Ásta var leikmaður Stjörnunnar áður en hún gekk til liðs við Molde í Noregi þar sem hún hefur leikið síðustu þrjú árin. Ásta er eiginkona Halldórs Kristjánssonar sem hefur einnig gengið til lið við félagið og mun stýra uppbyggingarstarfi hjá ungum handknattleikskonum auk þessa að koma að þjálfun í mfl.  kvenna. 

Við bjóðum Ástu velkomna til Hauka og það verður gaman að fylgjast með henni á komandi keppnistímabili.