Á morgun, laugardaginn 1.desember mun meistaraflokkur karla í knattspyrnu leika sinn annan æfingaleik á undirbúningstímabilinu. Sá fyrsti fór fram síðustu helgi þar sem liðið beið lægri hlut gegn Pepsi-deildarliði Stjörnunnar 0-3, en marga leikmenn vantaði að minnsta kosti í liði Hauka bæði vegna meiðsla og anna í skóla.
Leikurinn á morgun fer fram í Kórnum og leikið verður við 2.deildarlið HK. Hefst leikurinn klukkan 09:00.
Liðið er mikið breytt frá síðasta tímabili, nokkrir menn hafa horfið á braut og enn fleiri hafa gengið til liðs við Hauka. Búast má við því að einhver mannekla verði á liðinu á morgun, en nokkrir leikmenn liðsins glíma við smávægileg meiðsli og síðan eru nokkrir leikmenn á unglingalandsliðsæfingum um helgina.
Liðið hefur nú æft í rúmar þrjár vikur og æfir liðið fjórum sinnum í viku og skelltu strákarnir sér til að mynda í Hot Yoga tíma í vikunni og þar var tekið allt-hressilega á því. Mikill fjöldi er að æfa með meistaraflokknum eins og gengur og gerist á þessum árstíma.
Næsti leikur:
Dagsetning: Laugardagurinn, 1.desember
Tímasetning: 09:00
Lið: HK – Haukar
Staðsetning: Kórinn