Það er enn einn mikilvægi leikurinn hjá meistaraflokki karla hjá Haukum í knattspyrnu á morgun þegar Haukar heimsækja ÍR á ÍR-vellinum. Sá leikur hefst klukkan 18:30. Fyrir leikurinn eru Haukar sem fyrr í 2.sæti deildarinnar en ÍR-ingar í því níunda.
Liðin mættust á Ásvöllum fyrr í sumar og þar fóru sigruðu ÍR-ingar örugglega, 3-1 og leikmenn Hauka eru staðráðnir í að hefna ófarana úr þeim leik. Þórhallur Dan sagði til að mynda þetta um næsta leik gegn ÍR ,
,,Ef við vinnum alla leikina okkar þá erum við pottþétt uppi og það er stefnan, það er bara næsti leikur og það er gegn ÍR, við eigum harma að hefna þeir tóku okkur gjörsamlega í bólið í síðasta leik og unnu okkur 3-1 mjög sanngjarnt og nú ætlum við að sýna þeim að við erum ekki svona lélegir eins og við vorum í síðasta leik gegn þeim svo ég hlakka mikið til í að mæta þeim í Breiðholtinu og spila á grasinu þeirra sem er frábært og eins og ég segi okkur hlakkar til fyrir hvern leik og förum í hvern leik til að vinna.“
Haukar eru á góðri siglingu og hafa sigrað síðustu fjóra leiki í röð og eru taplausir í síðustu sex leikjum. Haukar hafa ásamt Selfoss skorað flest mörk í deildinni, 34 talsins. Haukar eru nú aðeins einu stigi á eftir Selfyssingum sem eru í 1.sæti deildarinnar en Selfyssingar töpuðu í síðustu umferð gegn Þórsurum fyrir norðan 0-1. Meiðsli í herbúðum Hauka hefur verið töluverð í sumar og er engin breyting á því að þessu sinni, Goran Lukic og Hilmar Geir Eiðsson hafa verið meiddir undanfarnar vikur og þá gat Stefán Daníel Jónsson ekki verið með í síðasta leik vegna meiðsla. Einnig varð Guðjón Pétur Lýðsson fyrir höggi á rist í síðasta leik gegn KA en er ekki vitað á þessari stundum hversu slæmt meiðslin eru.
ÍR-ingar hafa verið nokkuð sveiflukenndir í sumar og þeir hafa einungis fengið 1 stig í síðustu þremur leikjum, en í síðasta leik lentu þeir til að mynda þremur mörkum undir gegn Aftureldingu en náði að jafna undir lok leiksins og lokatölur því 3-3. Það er því ljóst að lærisveinar Guðlaugs Baldurssonar gefast aldrei upp og mætti því búast við hörkuleik á föstudaginn. Karl Brynjar Björnsson verður í leikbanni hjá ÍR sem og Trausti Björn Ríkharðsson sem fékk að líta rauða spjaldið í síðasta leik liðsins. Eftir slakt gengi ÍR-inga í síðustu leikjum eru þeir einungis fimm stigum frá falli og þurfa ÍR-ingar því nauðsynlega sigur að halda í næstu leikjum en þeir eiga bæði eftir að spila gegn Víking Ólafsvík og ÍA og munu þeir leikir vera bæði liðum mjög mikilvægir.
Við hvetjum alla til að fjölmenna á ÍR-völlinn á morgun klukkan 18:30 og styðja strákana áfram í baráttunni en með hverjum sigurleiknum eru möguleikar þeirra um að komast upp um deild meiri og meiri.
Mynd: Blaðberarnir, Ásgeir Þór Ingólfsson og Úlfar Hrafn Pálsson hafa verið á skotskónum í síðustu leikjum, það er greinilegt að blaðberastörfin eru að gera góða hluti fyrir unga knattspyrnumenn nú til dags.