Íris mætt til leiks á ný

Íris Sverrisdóttir verður með í hóp á morgun gegn Grindavík en hún er búinn að vera fjarverandi seinast liðna þrjá leiki (Hamar, Keflavík og Njarðvík).

Hún eyddi jólunum með fjölskyldunni í Flórída og var alltaf fyrirséð að hún myndi missa af leikjunum gegn Hamri og Keflavík vegna ferðarinnar. Hins vegar lenti hún og fjölskyldan í hrakningum á flugvellinum þegar halda átti heim. Veðrið lék ameríkanann grátt seinustu helgi og féllu flest flug niður vegna þess. Þau fengu nýtt flug tveimur dögum seinna sem var einnig fellt niður.

Af þeim sökum missti Íris af leiknum á móti Njarðvík. Þau komust þó heim að lokum og hefur vefsíðan haft fregnir af því að Írisi hafi verið ákaflega vel fagnað á sinni fyrstu æfingu til baka.