Annað kvöld er landsleikur á Ásvöllum þegar Ísland mætir Hollandi í B-deild Evrópukeppninnar í körfubolta.
Íslenska liðið tapaði sínum síðasta leik um liðna helgi í Sviss afar naumlega. En þær leiddu stóran hluta af leiknum.
Haukar eiga nokkra leikmenn í liðinu en þær Helena Sverrisdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Guðrún Ámundadóttir og Telma Fjalarsdóttir eru í liðinu. Auk þess er þjálfari liðsins mfl. kvk. hjá Haukum Henning Henningsson.
Haukasíðan hvetur alla körfuboltaáhugamenn að fjölmenna á Ásvelli og hvetja stelpurnar okkar til dáða en leikurinn hefst kl. 19:15.
Áfram Ísland
Mynd: Íslensku stelpurnar þurfa á ykkar stuðningi að halda – stebbi@karfan.is