Haukastelpur spiluðu í gær gegn KR inn í DHL – Höll um hvort liðið yrði meistari meistaranna. Fóru leikar svo að Haukastúlkur töpuðu 45-78. Allur ágóði af leiknum rann til Neistans – styrktarfélag hjartveikra barna.
Stigahæst í liði Hauka var Heather Ezell með 24 stig og 7 stolna bolta. Næst henni var Guðrún Ámundadóttir með 6 stig.
Mynd: Úr leiknum í gær – stebbi@karfan.is