Örn Sigurðarson hefur ákveðið að halda heim á ný og leika með Haukaliðinu á næstu leiktíð. Örn skipti yfir í KR á miðju tímabili 2006-07 og spilaði með drengja og unglingaflokk hjá þeim en hann er uppalinn Haukapjakkur og spilaði upp alla yngriflokka félagsins þangað til hann skipti yfir í 11. flokki.
Mynd: Örn Sigurðarson er snúinn til Hauka á nýjan leik – emil@haukar.is
Örn er ekki nema 19 ára og því gjaldgengur í unglingaflokk og er hann því góð viðbót við annars fínt lið unglingaflokks sem endaði síðasta tímabil í öðru sæti á Íslandsmótinu en datt út úr úrslitakeppninni í undanúrslitum.
Það er ljóst að hann mun koma meistaraflokki Hauka til góðs þar sem að Kristinn Jónasson yfirgaf liðið en Örn er 205 cm. á hæð og mun hjálpa mikið undir körfu Haukaliðsins.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann verið að banka á dyr A-landsliðsins og æfði til að mynda með því sumarið 2008.
Körfuknattleiksdeild Hauka býður Örn velkominn til félagsins á nýjan leik.