Öruggur 9 marka sigur Hauka gegn HK

Árni Steinn sýndi á köflum frábæra takta í gær og var markahæsturKarlalið Hauka spilaði í gær útileik gegn HK í Olísdeildinni. Leikurinn byrjaði fjörlega og Haukar komust í 0 – 3 á fyrstu tveimur mínútum leiksins. HK piltar náðu svo að komast í gang og áttu fína spretti á fyrstu 15 mínútum leiksins og komumst t.d. yfir 8 – 6 á 12. mínútu. Haukar fóru þá aftur í gang og breyttu vörninni í 6 – 0 og náðu að loka á HK en þeir skoruðu ekki mark á síðustu 11 mínútum fyrri hálfleiks og staðan að honum loknum var 10 – 17. Í síðari hálfleik var bara spurningin um hve stór sigurinn yrði en mestur varð munurinn á 50. mínútu 15 – 27. Lokaniðurstaðan varð
22 – 31 og Haukar halda enn 3ja stiga forskoti á toppi deildarinnar en lið HK er fallið í fyrstu deild nema fjölgað verði í deildinni þá lenda þeir í umspili.

Enn er erfitt að taka einhverja leikmenn úr hópnum en leikurinn liðsins var dálítið köflóttur en þegar þeir sýndu sitt rétta andlit sást greinilega þessi mikli getumunur á liðunum.

Mörk Hauka: Árni Steinn Steinþórsson 8, Þórður Rafn Guðmundsson 6/1, Elías Már Halldórsson 6, Sigurbergur Sveinsson 5, Tjörvi Þorgeirsson 3, Adam Haukur Bamruk 1, Matthías Árni Ingimarsson 1, Þröstur Þráinsson 1.
Varin skot: Einar Ólafur Vilmundarson 12/27 (44%) og Giedrius Morkunar 4/11 (36%).