Nú liggja fyrir úrslit í haustleiknum. Keppnin hefur aldrei verið eins spennandi og nú.
Í Úrvalsdeildinni sýndi Canucks mikinn styrk og ótvíræðir hæfileikar liðsins sönnuðu sig með nokkuð öruggum sigri – 59 stig. Þar af 12 réttir í síðustu umferð.
Í 1. Deildinni var keppni mjög jöfn og þurfti að grípa til sérstaks útreiknings þegar í ljós kom að Arsenal og Haukafeðgar voru jöfn með 56 stig eftir síðustu umferð.
Gilda þá fleiri unnir útileikir í síðustu 6 umferðum og reyndist Arsenal hafa 17 útisigra á móti 15 sigrum Haukafeðga.
Verðlaunaafhending fer fram á Viðurkenningahátíðinn á morgun.