Loks liggja úrslit fyrir í haustleik getraunaleiks Hauka 2012. Keppnin er búin að vera æsispennandi og 4-5 lið áttu möguleika að vinna leikinn í ár enda að miklu að keppa, heiðrinum sem fyrir flesta er mikilvægastur en einnig að glæsilegum ferðavinning. Úrslitin verða kynnt á áramótafagnaði Hauka þann 31. des næstkomandi og hefst klukkan 12:30.
Vorleikur getrauna hefst síðan formlega þann 12. janúar næstkomandi og aðalvinningur vorleiksins verður glæsilegur ferðavinningur. Skráning liða hefst þann 5. janúar og hvetjum við alla Haukara að taka þátt í þessu skemmtilega starfi. Það er fátt skemmtilegra en að kíkja í getraunakaffi á laugardagsmorgnum til skrafs og ráðagerða – heyra nýjustu sögurnar og hitta þjálfara og leikmenn (handbolta, knattspyrnu og körfu). Opið alla laugardaga frá 10-13.
Rétt er að benda á að ekki er nauðsynlegt að mæta alla laugardaga til að taka þátt – hægt er að senda sína þátttöku í gegnum veraldarvefinn bæði fyrir Haukara sem eru staddir erlendis sem og morgunsvæfa Haukara.
Um leið og við þökkum skemmtilegt samstarf óskum við ykkur getspaks nýs árs.
Getraunanefndin