Haukar eiga nokkra fulltrúa í úrslitakeppni yngri flokkanna í handboltanum. Fyrstu 8 liðin í deildarkeppninni fara í úrslitakeppnina, þar af gefa fyrstu fjögur sætin heimaleikjaréttinn. Einn sigur þarf til að komast áfram í undanúrslit og svo annan sigur til að komast í að spila um Íslandsmeistaratitilinn í Vodafonehöllinni helgina 30. apríl.
* Úrslit 3. flokkur kvenna
Föstudagur 15. apríl. Kl. 19.00 á Ásvöllum Haukar – Fjö/Aft
* Úrslit 3. flokkur karla
Föstudagur 15. apríl. Kl. 19.30 að Varmá Afturelding 1 – Haukar
* Úrslit 2. flokkur karla
Mánudagur 18. apríl. Kl. 18.30 á Ávöllum Haukar – Valur
* Úrslit 4. flokkur kvenna B
Mánudagur 18. apríl. Kl. 18.30 á Selfossi Selfoss – Haukar
Mætum á völlinn og styðjum Hauka til sigurs.