Úrslitaleikur deildarbikars kvenna í gangi

Hanna Guðrún Stefánsdóttir

Nú fer fram úrslitaleikurinn í N1 deildarbikar kvenna. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll og leika Haukar og Stjarnan til úrslita. Eru þetta liðin sem skipa fyrsta og annað sæti N1 deildarinnar. Með því að smella á lesa meira er hægt að sjá hvernig staðan er í leiknum.
 
Hanna Guðrún skýtur í stöngina og Stjarnan sigrar! 
 
Vítakast þegar 15 sekúndur lifa leiks. Dómararnir stöðva ekki leitímann. 
 
Díana tekur leikhlé þegar 25 sekúndur eru eftir af leiknum. Stjarnan er marki yfir en Haukar eru manni fleiri. 
 
Alina Petrace skorar og Haukastelpur bruna í sókn. 
 
Stjarnan hefur tekið leikhlé þegar um 40 sekúndur lifa leiks. 
 
Hanna Guðrún skorar úr vítakastinu og spennan er í hámarki. 
 
Ein og hálf mínútu er eftir af leiknum, Stjarnan hefur eins marks forskot, 26 – 27 og munu leika manni færri það sem eftir lifir leiks. Haukastelpur fá vítakast þegar ein mínútu og 18 sekúndur lifa leiks. 
 
Nú eru þrjár og hálf mínútu eftir af leiknum og Stjörnustelpur hafa náð forystunni, 26 – 27. 
 
Tæpar sjö mínútur eru eftir af leiknum og staðan er jöfn 26 – 26. Stjörnustelpur eru í sókn en bæði lið leika með 5 leikmenn þar sem Hanna Guðrún og Kristín Clausen fengu tveggja mínútna brottvísun. 
 
Átta mínútur lifa nú leiks og Stjörnustelpur hafa minnkað muninn í eitt mark, 25 – 24. 
 
Nú eru tíu mínútur eftir af leiknum og enn eru Haukastelpur með forystuna. Nú er munurinn þrjú mörk, 25 – 22.  
 
Síðari hálfleikur er nú hálfnaður og hafa Haukastelpur náð fjögurra marka forskoti, 22 – 18. Þær eru betri á öllum sviðum núna og ekkert gengur í sóknarleik Stjörnunnar. Heiða Ingólfsdóttir er að leika mjög vel í marki Haukastelpna eins og er og hefur varið 10 skot. 
 
Haukastelpur hafa náð þriggja marka forystu í fyrsta skipti í leiknum frá því í stöðunni 3 – 0, 21 – 18. 13 mínútur liðnar. 
 
Nú eru tíu mínútur liðnar af síðari hálfleiknum og Haukastelpur með eins marks forskot, 19 – 18. Stjarnan átti ágætan kafla og komst yfir en Haukastelpur komu sterkar til baka. 
 
Fimm mínútur er liðnar af síðari hálfleik og staðan er jöfn 16 – 16. Stjarnan hefur komið örlítið sterkari inn eftir leikhlé en Haukastelpur eru í sókn og geta náð forystunni að nýju.
 
 
Þá er síðari hálfleikur hafinn og það eru Stjörnustelpur sem hefja leikinn.

 

 Í hálfleik var dregið í 8 liða úrslit Eimskipsbikarsins og drógust Haukastelpur gegn Fylki á útivelli. 

Hjá Haukum er Ramune markahæst með 4 mörk, Nína hefur skorað 3, Erna 2 og þær Ester, Herdís, Hekla Hanna og Nína Arnfinnsdóttir með 1 mark hver.

Hjá Stjörnunni er Alina Petrace markahæst með 7 mörk og Sólveig Lára með 2 mörk. 

Nú er kominn hálfleikur í úrslitaleik N1 deildarbikars kvenna og staðan er 14 – 14. Stjörnunni tókst ekki að nýta sér tækifærið til að komast yfir fyrir leikhléið. 

 

Átta sekúndur eru eftir af fyrri hálfleik og staðan jöfn 14 – 14. Stjarnan er með boltann og hefur tekið leikhlé.

 

Vörnin hjá Haukastelpum er hreint frábær núna. Stjörnustelpur komast hvorki lönd né strönd þessa stundina. 

 

25 mínútur eru liðnar af leiknum og Haukastelpur hafa nú tveggja marka forystu, 14 – 12. 

 

20 mínúta eru liðnar af fyrri hálfleik og staðan er 11 – 10, Haukastelpum í vil. Haukastelpur voru komnar með tveggja marka forskot en Stjarnan náði að jafna 10 – 10. 

 

Nú eru 15 mínútur liðnar af leiknum og Haukastelpur einu marki yfir, 9 – 8. Liðin hafa skipst á að skora en Haukar hafa verið skrefinu á undan nánast allan leikinn. Stjarnan komst þó yfir 5 – 6 en Haukastelpur komust aftur yfir.