Það voru í kringum 600 manns sem mættir voru á Akranesvöll í kvöld þegar heimamenn í ÍA mættu Haukum. Það liðu einungis rúmlega fjórar mínútur af leiknum þegar fyrsta og eina mark leiksins varð að veruleika þegar Úlfar Hrafn Pálsson lagði boltann undir Pál Gísla í marki Skagamanna.
Spilamennska Haukamanna í fyrri hálfleik var virkilega góð en á sama skapi var ótrúlegt að horfa upp á spilamennsku heimamanna sem var hreint út sagt lélegt. Haukarnir náðu þó ekki að nýta sér það nægilega vel og fengu engin opin marktækifæri í fyrri hálfleiknum.
Í seinni hálfleik mætti allt annað Skagalið til leiks og á sama skapi urðu Haukarnir værukærir í sínum aðgerðum og Skagamenn áttu nokkur hættuleg færi þar sem Haukarnir voru stálheppnir að ÍA næðu ekki að jafna. Besta færi Hauka í seinni hálfleik kom svo undir lok leiksins þegar Jónmundur Grétarsson fékk góða sendingu innfyrir vörn ÍA frá Enrad Mehic en Jónmundur féll við í teignum og náði ekki skoti að marki þrátt fyrir nokkrar ágætar tilraunir liggjandi.
Amir Mehica var vel á verði í marki Hauka og bjargaði oft á tíðum mjög vel, en skot og skallar Skagamanna enduðu oftar en ekki beint á Amir eða allavegana ekki íkja langt frá honum en Amir gerðu þó vel og var fyrir boltanum í þau skipti sem hann þurfti.
Með sigrinum í kvöld eru Haukar sem fyrr í 2.sæti deildarinnar með 31 stig en Selfyssingar sem rótburstuðu Ólafsvíkinga 6-1 í kvöld eru í því efsta með 35 stig. Næstu lið eru svo KA og HK með 26 stig en HK á leik til góða gegn Þórsurum á morgun.
Næsti leikur Hauka er á heimavelli gegn KA sem eru eins og fyrr segir í 3.sæti deildarinnar. Sá leikur er á þriðjudaginn næstkomandi og hefst klukkan 19:00. Um er að ræða mikilvægan leik fyrir bæði lið því með Haukasigri eru vonir KA um að komast í Pepsi-deildina litlar sem engar.
Sex leikir eru eftir af deildinni og hafa Haukar aldrei verið svona nálægt því að komast upp í efstu deild á þessari öld og nú virðist tíminn vera kominn. Fjölmennum nú á alla þá leiki sem eftir eru hjá Haukum og hvetjum þá áfram.
Umfjöllun um leikinn í kvöld á Fótbolti.net.
Viðtal við Andra Marteinsson þjálfara Hauka á Fótbolti.net.
Umfjöllum um leikinn í kvöld á Boltinn.is.