10. flokkur kvenna spilaði í gær við Val í Vodafone höllinni í bikarnum.
Heimasíðan fékk grein frá Hönnu Hálfdánardóttur þjálfara.
Stelpurnar mættu sprækar og spenntar til leiks að Vodafone höllinni. Aldís var afmælisbarn dagsins og mikill vilji fyrir hendi að gefa henni bestu afmælisgjöfina, sigur.
Þær voru 9 sem mættu til leiks:
#4 Sólrún Inga Gísladóttir #5 Lovísa Björt Henningsdóttir #7 Aldís Eiríksdóttir #8 Sylvía Rún Hálfdanardóttir #9 Kristjana Ósk Ægisdóttir #11 Þórhildur Kristín Lárentsínusdóttir #12 Þóra Kristín Jónsdóttir #13 Sigrún Elva Reynisdóttir #14 Margrét Vala Björgvinsdóttir
Þetta byrjaði svolítið brösulega hjá okkur, þær voru bæði stressaðar og spenntar og því var fyrsti leikhlutinn endurspeglaður af því en munurinn var þó ekki það mikill 15 – 11 fyrir Val. Það var lítið skorað í 2. Leihluta af báðum liðum og endaði hann 21 – 17 fyrir Val.
Fyrri hluti 3. leikhlutans spýttu Valsmenn aðeins í lófana, þjálfarinn tók leikhlé og það hafði fín áhrif þar sem stelpurnar settu í 5. gír og staðan var 31 – 30 fyrir Val í lok 3. leikhlutans. Eftir það hvar ekki aftur snúið, stelpurnar héldu áfram að sækja og voru komnar yfir í þegar 3 mínútur voru liðnar af 4. Leikhluta 33 – 36 fyrir Haukunum. Staðan var orðin 36 – 44 í blálokin og það var tæplega 1 mínúta eftir þegar Valsstelpurnar fóru að pressa. Haukastelpurnar hafa verið að æfa að stilla sér upp gegn pressu en þær urðu settu í baklás og Valsstelpurnar minnkuðu muninn í 42 – 44 þegar nokkrar sekúndur voru eftir.
Það var mikil spenna í loftin og öskur frá leikmönnum af bekknum og áhorfendum, öll leikhlé löngu búin og þjálfarinn að reyna að kalla frá hliðarlínunni að vera skynsamar, halda boltanum og ekki henda boltanum of fljótt frá sér. Að lokum heyrðu þær í þjálfaranum, settu í gír aftur og bættu við einni körfu í lokin og lokastaðan var 42 – 46 fyrir Haukaskvísunum.
Þjálfarinn var búinn á því lokin og farinn að fá fyrir hjartað en góður endir á góðu kvöldi JAldís var sátt með afmælisgjöfina og verðlaunaði okkur með bleikri afmælisköku.
Stigaskor: Lovísa 26 stig, Aldís 8 stig, Sólrún 4 stig, Þóra 3 stig, Kristjana 3 stig og Margrét Vala 2 stig.Frábær árangur hjá stelpunum og þær því komnar í 4. liða úrslit í bikarkeppni 10. flokks kvk.