Nú í morgun varð 10. flokkur bikarmeistari eftir öruggan 18 stiga sigur á Breiðablik í Höllinni í morgun.
Strákarnir eru taplausir í vetur og hafa núna unnið 16 leiki í röð. Þeir komu ákveðnir til leiks og sýndu enga miskun frá fyrstu sekúndu og voru komnir í 12-0 eftir fyrstu þrjár mínúturnar. Strákarnir bættu svo við muninn jafnt og þétt og náðu mest 27 stiga mun.
Pétur og Kári þjálfarar nýttu bekkinn vel í dag og spiluðu allir strákarnir í leiknum. Haukarnir spiluðu grimma vörn og voru fljótir upp völlinn og skoruðu fult af auðveldum hraðarupphlaups körfum.
Hilmar Pétursson var svo valinn maður leiksins, en hann skoraði 29 stig og tók 17 fraköst sem er einstaklega gott af bakverði og var með heil 42 framlagsstig. Hægt er að sjá tölfræði leiksins hér
Við óskum strákunum og þjálfurum til hamingju með þennan frábæra árangur og nú er bara stefnan á Íslandsmeistaratitilinn í framhaldinu,