Haukar mæta Snæfellingum í Powerade bikarkeppni KKÍ á sunnudaginn næstkomandi og leikið er á Ásvöllum. Saga Hauka og Snæfells nær ekki neitt gríðarlega langt aftur og hafa liðin aðeins mæst einu sinni í keppninni eftir því sem við komumst næst.
Snæfellingar sigruðu Hauka 69-89 þann 21. nóvember 2007 þegar liðin mættust á Ásvöllum. Haukar voru þá ný fallnir í 1. deild karla og var með nokkuð breyttri mynd frá því árinu áður. Drengir á borð við Emil Barja, Hauk Óskarsson og Kristinn Marinós. stigu frumraun sína með meistaraflokki og var þetta þeirra fyrsti bikarleikur í meistaraflokki karla. Sigurður Þór Einarsson var stigahæstur Haukamanna í þessum leik og eru þeir fjórir einu leikmennirnir sem spila með Haukaliðinu í dag.
Leikur Hauka og Snæfells á sunnudaginn hefst kl. 19:15 og verður Gunni mættur með rjúkandi borgara frá kl. 18:30. Með honum að þessu sinni verður stórmeistarinn Reynir Kristjánsson.