Það er mikilvægur leikur hjá meistaraflokki kvenna í handbolta í kvöld en þá mæta HK-stúlkur í Schenkerhöllina kl. 19:30 og spila um það að komast í Final 4 keppni Coca-Cola bikarsins.
Eins og fyrr segir er mótherji dagsins HK en liðið er sem stendur í 9. sæti Olís-deidarinnar með 11 stig úr 18 leikjum en á meðan eru Hauka-stúlkur í 2. sæti með 30 stig úr 18 leikjm. Liðin hafa leikið einn leik áður á tímabilinu en þá mættust liðin á heimavelli HK þar sem Hauka-stúlkur unnu 29 – 24 en HK-stúlkur voru yfir í hálfleik 11 – 8.
Þegar komið er í bikarkeppni þá skiptir staða liðnna í deildinni ekki neinu máli og alltaf um hörkuleik að ræða og því er um að gera fyrir allt Haukafólk að fjölmenna í Schenkerhöllina kl. 19:30 og styðja Hauka-stúlkur í baráttunni um að komast í Final 4 þriðja árið í röð. Áfram Haukar!