Kári og Helena íþróttafólk Hauka 2016, Gunnar þjálfari ársins

helena íþróttakona 2016Íþróttafólk Hauka var kynnt í hádeginu á gamlársdag og afreksfólk og landsliðsfólk Hauka heiðrað.

Vel var mætt á í Schenkerhöllina er afreksfólk Hauka var heiðrað, þar sem hver deild tilnefndi íþróttamenn sinna deilda og hápunktur dagsins var er íþróttafólk Hauka var valið og veitti formaður félagsins, Samúel Guðmundsson viðurkenningar.
Hægt er að sjá allar tilnefningar sinnar deildar fyrir íþróttafólk Hauka með því að ýta á hér

Helena Sverrisdóttir var valin íþróttakona Hauka en hún átti mjög gott íþróttaár bæði með Haukum sem komst í úrslit og spilaði kanalaust og A landsliði KKÍ sem náði eftirtektarverðum árangri á síðasta ári. Helena var valin besti leikmaður Dominos deildar kvenna á síðast ári og er að mörgum talin besti leikmaður sem hefur spilað hér á landi frá upphafi.

kári jónssonKári Jónsson var valinn íþróttakarl Hauka en þessi ungi og efnilegi körfuknattleiksleikmaður var einn allra besti leikmaður Dominos deildar karla á síðasta tímabili og var valinn besti leikmaður seinni hluta Dominos deildar, auk þess að vera valinn í stjörnuliðið og valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Kári var einnig lykilmaður í U20 ára liði KKÍ og var hann valinn einn af efnilegustu leikmönnum Evrópu. Kári spilar núna með Drexel skólanum í Bandaríkjunum.

 

gunnar þjálfari ársins 2016Gunnar Magnússon var valinn þjálfari ársins en hann gerði handknattleikslið Hauka að Íslandsmeisturum eftir gríðarlega skemmtilega úrslitaviðureign á móti Aftureldingu. Liðið var í stöðugri framför undir stjórn Gunnars og eftir erfiða byrjun á tímabilinu 2016/2017 hafa Haukar verið óstöðvandi og ljóst að liðið undir stjórn Gunnars á eftir að gera harða atlögu að öllum titlum á nýju ári.

 

 

lávarðadeildAuk þess voru heiðraðir ökumenn lávarðadeildarinnar en þeir hafa unnið gott og óeigingjarnt starf í þágu félagsins og tóku fulltrúar þeirra við viðurkenningunni.

 

 

 

GuðborgGuðborg Halldórsdóttir fékk einnig viðurkenningu fyrir langt og fórnfúst starf í þágu félagsins.

 

 

 

landsliðsfólk 2016Landsliðsfólk var heiðrað og voru það um 70 manns sem er það þriðja fjölmennasta frá upphafi. Ekki náðu allir að mæta og taka við viðurkenningu en Haukar eru ótrúlega stoltir af þessum mikla fjölda afreksíþróttamanna sem félagið á innan sinna raða.