Ungir leikmenn knattspyrndeildar á úrtaksæfingum KSÍ
Kristófer Jónsson hefur verið valinn til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U17 liðs karla en æfingarnar fara fram í Skessunni 6. – 8. janúar undir stjórn Davíðs Snorra Jónassonar, þjálfara U17 landsliðs Íslands.
Þá hafa þeir Arnar Númi Gíslason og Óliver Steinar Guðmundsson verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U16 liðs karla en æfingarnar fara fram í Skessunni 8. – 10. janúar undir stjórn Davíðs Snorra, þjálfara U16 landsliðs Íslands. Þeir Óliver og Númi voru einnig valdir á úrtaksæfingar U16 í desember sl.
Þá tóku þær Berglind Þrastardótti, Elín Klara Þorkelsdóttir, Mikaela Nótt Pétursdóttir og Viktoría Diljá Halldórsdóttir þátt í úrtaksæfingum U16 kvenna í desember sl.
Knattspyrnudeild Hauka er afar stolt af þessum efnilegu leikmönnum og framtíðin er svo sannarlega björt.