4. flokkur karla eldra ár deildarmeistari 2015

Deildarameistarar eldra ár 21. mars 2015

Efri röð frá vinstri: Sigurjón (þjálfari), Ólafur, Hjörtur, Bjartur, Darri, Orri, Gunnar og Jens (þjálfari) Miðröð frá vinstri: Kristinn, Karl, Kristófer og Friðrik Fremsta röð frá vinstri: Andri (fyrirliði) og Guðni.

Um helgina varð 4. flokkur karla, eldra ár, deildarmeistari í 1. deild þrátt fyrir að eiga eftir að leika tvo leiki. Strákarnir hafa verið að spila vel í vetur og hafa fyrir tvær síðustu umferðirnar unnið 14 leiki tapað 1 og gert 1 jafntefli. Markatalan þeirra er sérlega glæsileg en þeir eru með 112 mörk í plús (379-267). Við óskum þeim innilega til hamingju og vonandi ná þeir að landa þeim stóra líka. Þjálfarar liðsins eru þeir Sigurjón Sigurðsson og Jens Gunnarsson.

 

 

 

Andri með deildarmeistarabikarinn 21. mars 2015

Fyrirliðinn Andri Scheving með deildarmeistarabikarinn. Andri hefur spilað mjög vel og er með að meðaltali um 53% markvörslu það sem af er vetri.

Jenni og ég með deildarmeistarabikarinn 21. mars 2015

Þjálfarar liðsins voru að vonum kampakátir með bikarinn sem kom í hús um helgina. Jens Gunnarsson og Sigurjón Sigurðsson.