5. flokkur kvenna (eldra ár) vann alla leiki sína um helgina

Berta Rut Harðardóttir var markahæst um helgina með 19 mörk í 4 leikjumUm helgina fór fram annað mót vetrarins hjá 5. flokki kvenna (eldra ár) og leikið var í Mosfellsbæ. Í þetta sinn vorum við með tvö lið Haukar 1 og 2. Stelpurnar í Haukum 1 spiluðu í A riðli og unnu alla leiki sína eins og á síðasta móti. Þær þurftu að hafa verulega fyrir hlutunum í síðasta leiknum á móti ÍR en í hálfleik var staðan 4 – 6 ÍR í vil . Með mikilli baráttu tókst þeim að landa sigri og lokatölur urðu 13 – 11.

Úrslit leikjanna hjá liði 1:

Haukar – Valur   11 – 7
Haukar – ÍBV     19 – 5
Haukar – Fram   17 – 7
Haukar – ÍR       13 – 11

Alls skoruðu þær 60 mörk og fengu 30 á sig.
Markvarslan var góð en Katrín var með 56% markvörslu og Eva Lilja 40% en hún lék sáralítið með liði 1 þar sem hún stóð vaktina 100% með liði 2.

Lið 2 stóð sig líka mjög vel og spilaði til úrslita í riðli 3B þar sem þær lögðu Fram í hörkuleik 10 – 8 eftir að hafa verið 4 – 8 undir. Gerð var athugasemd við liðið þar sem 3 leikmenn þessi voru varamenn í liði 1 og voru því allir leikir okkar dæmdir tapaðir, því miður. En fyrir mótið var vitað að þetta gæti gerst og ekkert við því að segja. í liði 2 fengu leikmenn að spreyta sig sem spiluð lítið sem ekkert í síðasta móti.

Úrslit leikjanna hjá liði 2:

Haukar 2  –  KA/Þór 2         9 – 10
Haukar 2  – Afturelding 2    14 – 7
Haukar 2  – Fram 2             9  – 7

Þær skoruðu 32 mörk og fengu á sig 24.
Langmarkahæst var Hólmfríður Rakel sem skoraði 23 mörk.
Markvarslan var líka fín en Eva Lilja var með 35% markvörslu og átti stórleik í seinni hálfleik í „úrslitaleiknum“ á móti Fram en tölfræði vantar úr þeim leik. 

„Úrslitaleikur“ á móti Fram 2.
Haukar 2  – Fram 2   10  – 8.

Þetta eru flottar stelpur sem eru sannarlega til fyrirmyndar bæði innan sem utan vallar og við óskum þeim til hamingju með þennan árangur.

Áfram Haukar!