5. flokkur kvenna (eldra ár) vann um helgina sitt fjórða mót í röð

Alexandra J., Wiktoría og Alexandra Líf glaðar með gullpeningana sína eftir góða sigra um helginaUm helgina fór fram fjórða mót tímabilsins hjá 5. flokki kvenna (eldra ár). Stelpurnar er efstar á styrkleikalistanum og léku í riðli 1A sem leikinn var í Strandgötunni. Þær spiluðu þrjá leiki en ÍBV komst ekki til leiks vegna verkfalls þannig að þær töpuðu sínum leikjum 10 – 0. Okkar stelpur unnu alla sína leiki en samtals skoruðu þær 52 mörk og fengu á sig 28. Úrslit leikjanna voru þessi: 

Haukar – Valur      16 – 13
Haukar – KA/Þór   19 – 8
Haukar- Fram       17 – 7

Markahæst hjá Haukum var Berta Rut Harðardóttir en hún skoraði 23 mörk í þessum 3 leikjum og var nýtingin hennar 72% sem er frábært hjá skyttu. Næst markahæstar voru svo þær Alexandra Jóhannsdóttir  með 13 mörk og Wiktoría Piekarska með 9. Markverðirnir stóðu sig líka með prýði en Katrín Hanna Hauksdóttir var með 42% markvörslu og Eva Lilja Jankovic með 33%. 

Þessar stelpur eru taplausar á Íslandsmótinu og vonandi ná þær að landa þeim stóra en ein keppnishelgi er eftir. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.

Áfram Haukar!