Strákarnir í meistaraflokki karla sigruðu Fjölni úr Grafarvogi í kvöld með tveggja stiga mun 72-74 í Grafarvogi í kvöld í 1. deild karla.
Haukar og Fjölnir verða meðal toppliða 1. deildar karla í vetur og baráttan í leiknum sýndi það.
Leikurinn var í járnum allan tímann og liðin skiptust á að skora og munurinn var aldrei meiri en fimm til sex stig.
Það voru þó Haukar sem reyndust sterkari á endasprettinum og lönduðu sigri en Fjölnismenn áttu lokaskotið og þriggja-stiga skot þeirra geigaði og því sigur Hauka í höfn.
Eftir sigurinn tróna Haukar einir á toppi 1. deildar með 10 stig eftir fimm leiki. Valur og Hamar eru í 2.-3. sæti með átta stig en eiga leik inni og því gætu Haukar fengið félaga á topp deildairnnar.
Fjölnismenn eru í 4. sæti með sex stig.
Mynd: Gunnar Magnússon var sterkur í liði Hauka í kvöld og hér er hann að sækja tvö vítaskot – stefan@haukar.is