Að öllum líkindum mun vera bein textalýsing af leik Hauka og Flensburgar hér á Haukar.is. Leikurinn hefst klukkan 19:30 í kvöld og mun textalýsingin hefjast korter fyrir leik eða svo.
Leikurinn verður ekki sýndur í sjónvarpinu hér á Íslandi, en hann er aftur á móti sýndur á Eurosport. Það er því um að gera að mæta á Ásvelli í kvöld, en fyrir landsbyggðina eða þá sem ekki geta mætt á leikinn þá hvetjum við þá til að vera á Haukar.is í kvöld.
Haukar – Flensburg í kvöld, stærsti handboltaleikur ársins! Allir á völlinn fyrir 1000 krónur og frítt fyrir 15 ára og yngri.