Í kvöld klukkan 19:30 á Ásvöllum mætast Haukar og Flensburg í 4.umferð Meistaradeildarinnar í handknattleik. Leikurinn verður lýstur hér í beinni textalýsingu.
Bæði lið eru með fjögur stig eftir þrjá leiki í 2. og 3. sæti F-riðils. MKB Veszprém eru efstir í riðlinum með sex stig en ZTR Zaporozhye reka lestina með 0 stig.
Veszprém og Zaporozhye eru búnir með fjóra leiki í riðlinum en Veszprém sigraði Zaporozhye í Ungverjalandi fyrr í dag með ellefu mörkum 33-22.
Ekki verður meira skrifað á næstu mínútum, svo þið getið gert eitthvað annað 🙂 takk fyrir lesturinn.
Leiknum er lokið með sigri Flensburgar, 34-25.
59:34: Sigurbergur með skot í stöng.
Sigurbergur með skot sem Meyer ver. Hans fyrsta varið skot.
58:10: Torge skorar úr hraðarupphlaupi, en Haukar vildu fá dæmdan fót.
57:42: Sigurbergur með skot í vörnina og yfir, horn.
56:48: Flensburg missa boltann og Haukar í sókn, en Gísli á skot sem er varið. Birkir nær boltanum af Flensburg.
Það er frábært að sjá hversu margir áhorfendur létu sjá sig í dag. En leikurinn er hafinn.
56:00: Skot yfir hjá Flensburg, en Haukar missa boltann . Flensburg tekur leikhlé.
Birkir Ívar ver, Stefán Rafn fer í gegn en klikkar, Haukar ná frákastinu og Stefán Rafn fer aftur í gegn og skorar, 25-33.
Og Pétur Pálsson skorar, 23-33 og Stefán Rafn Sigurmannsson skorar í hraðarupphlaupi, 24-33.
54:25: Stefán Rafn Sigurmannsson er kominn inn á sínum fyrsta Meistaradeildarleik.
53:31: Pétur Pálsson fer í hraðarupphlaup en það er brotið á honum, en ekkert dæmt og Flensburg skorar, Jacob Heinl með sitt fyrsta mark.
52:52: Gísli Jón Þórisson skorarar úr hægri skyttunni. 22-32.
52:20: Sigurbergur gefur á Thomas Mogensen sem fer í hraðarupphlaup og skorar, 21-32.
51:36: Lasse Boesen skorar úr vinstra horninu.
50:36: Oscar Carlen með skot langt yfir en Haukar missa boltann . Flensburg í sókn.
50:03: Lasse Hansen vippar í slá og Freyr Brynjarsson skorar úr hraðarupphlaupi, 21-30.
49:17: Dæmt sóknarbrot á Hauka, Flensburg í sókn.
48:07 Sigurbergur vippar í slá, og Lasse Hansen skorar úr hraðarupphlaupi, 20-30.
47:03: Sigurbergur með skot langt yfir og Michael Knudsen skorar úr hraðarupphlaupi. 20-29.
45:15: Lars Chirstiansen skorar úr horninu og Lasse Hansen skorar og Thomas Mogensen. 20-28.
44:55: Andri Stefan svarar, 20-25.
44:34: Arnar Jón gefur beint í hendurnar á Flensburg og Thomas Mogensen skorar úr hraðarupphlaupi.
43:59: Sigurbergur á skot að marki, en brotið á honum, en Oscar Carlen er rekinn útaf og Haukar halda boltanum.
43:18: Gunnar Berg á tvö skot í röð beint á Beutler.
42:34: Haukar vinna boltann og eru í sókn.
41:56: Pétur Pálsson skorar af línunni, 19-24.
41:21: Lasse Hansen skorar sirkus mark, Gísli Guðmundsson kominn í markið hjá Haukum
40:37: Sigurbergur skorar, stöngin inn. Loksins loksins.. sjö mínútur síðan þeir skoruðu síðast.
40:10: Einu færri skorar Thomas Mogensen, 17-23, það gengur lítið sem ekkert upp.
39:41: Arnar Jón kemst í gegn en á skot framhjá en dæmt viti, Sigurbergur fer á vítapunktinn en skýtur í stöng.
39:24: Gunnar Berg á missheppnaða sendingu á línuna og Lasse Hansen brunar upp í hraðarupphlaup, 17-22.
39:07: Michael Knudsen er rekinn af velli.
38:32: Arnar Jón Agnarsson á skot framhjá og Thomas Mogensen skorarar, 17-21.
Pétur Pálsson er kominn inná línuna en þð er brotið á honum.
Arnar Jón Agnarsson er kominn inn á í fyrsta sinn í leiknum.
37:48: Lasse Hansen nær boltanum af Haukum og fer í hraðarupphlaup og skorar, 17-20. Aron Kristjánsson tekur leikhlé.
37:00: Andri með skot í vörnina, Christiansen í hraðarupphlaup og skorarar, 17-19.
36:43: Birkir ver
35:48: Sigurbergur með skot i vörnina, Flensburg í sókn
35:16: Muratovic skorar, 17-18
34:48: Sigurbergur með misheppnaða sendingu í innkast
34:00: Christiansen skorar úr vítinu, 17-17. Haukar í sókn, einum færri.
33:56: Birkir ver frá Michael Knudsen, en dæmt er víti og fer Gunnar Berg útaf í 2 minútur.
33:00: Beutler ver frá Gunnar Berg, og Birkir ver frá Muratovic. Freyr skorar úr vinstra horninu, 17-16.
32:00: Oscar Carlen skorar með úr hægri skyttunni, 16-16.
31:30: Sigurbergur skorar með skoti fyrir utan, 16-15.
30:13: Misheppnuð sending frá Andra á línuna og Mogensen fer i hraðarupphlaup og skorar.
30:00: Leikurinn er hafinn
Haukar munu hefja leik í seinni hálfleik.
Leikmenn beggja liða eru komin úr búningsklefunum og því ætti leikurinn að fara byrja á næstu mínútum…
Markaskorunin í fyrri hálfleik er eins og hér segir;
Haukar;
Pétur Pálsson | ||
Freyr Brynjarsson | 2 | |
Andri Stefan | 3 | |
Arnar Pétursson | ||
Elías Már Halldórsson | ||
Sigurbergur Sveinsson | 6 | |
Arnar Jón Agnarsson | ||
Gísli Jón Þórisson | ||
Gunnar Berg Viktorsson | 3 | |
Stefán Rafn Sigurmannsson | ||
Einar Örn Jónsson | ||
Kári Kristján Kristjánsson | 1 |
Flensburg
Oscar Carlen | 1 | |
Thomas Mogensen | 1 | |
Lasse Svan Hansen | 4 | |
Johnny Jensen | ||
Lars Christiansen | 2 | |
Ljubomir Vranjes | ||
Torge Johannsen | 1 | |
Jacob Heinl | ||
Lasse Boesen | 1 | |
Alen Muratovic | 3 | |
Michael Knudesen | 1 |
30:00 Lars Christiansen skorar á síðustu sekúndum leiksins, kol ólöglegt mark, en hann var innfyrir punktalínu þegar aukakastið var tekið. 15-14.
29:31: Sigurbergur skítur en Beutler ver en Freyr kastar sér á boltann og skorar. 15-13.
28:31: Torge skorar fyrsta mark sitt. 14-13
28:00: Sigurbergur skorarar enn og aftur eftir að hafa tekið vörn Flensburgar í xxxxxx
27:31: Gunnar Berg klikkar, Chirstiansen fer í hraðarupphlaup en kastar í innkast.
27:00: Thomas Mogensen skorarar með skoti fyrir utan, 13-12.
Glæsileg vörn hjá Haukum, en Haukar eru einum manni fleiri.
26:00: Sigurbergur skorar með undirhandarskoti, 13-11.
25:40: Vranjes rekinn útaf.
25:00: Haukar ná boltanum, en brotið var á þeim hraðarupphlaupinu. Haukar í sókn..
24:30: Freyr Brynjarsson kastaði sér eftir boltanum og náði honum, gaf fram á Elías Má sem fekk boltann í fótinn, Flensburg í sókn.
23:48: Gunnar Berg skorar sitt þriðja mark, en Beutler var í boltanum. 12-11.
22:55: Alen skorar úr hraðarupphlaupi eftir að Kári náði ekki sendingu frá Sigurbergi. 11-11.
22:14: Lasse Boesen nýkominn inn á og skorar sitt fyrsta mark af línu. 11-10.
21:54: Gunnar Berg vinnur boltann, en dæmt er brot. Aron Kristjánsson er ekki sáttur og fær að líta gula spjaldið.
21:25: Kári Kristján skorar glæsimark, en hann kastar boltanum aftur fyrir sig. 11-9.
20:15: Sigurbergur skorar sitt fjórða mark. 10.8. Flensburg í sókn , Alen Murotovic skorar. 10-9.
19:30: Haukar eru með boltann… En dæmt var sóknarbrot á Flensburg.
18:56: Birkir ver frá Christiansen, Sigurberg skorar. 9-8. Níu mínutuna bið eftir marki frá Haukum er því á enda.
Kári Kristján reddaði þessu og hefur teypað góða línu á völlinn. Staðan er 8-8. Og klassa mæting er á Ásvelli í dag.
19:02: Blái dúkurinn hefur flagnað upp… leikurinn er stop.
18:00: Beutler ver frá Gunnari Berg, Flensburg með boltann.
17:38: Lasse Hansen er rekinn útaf, en enginn veit afhverju… fínt að kæla hann aðeins niður.. hann er kominn með helming mark Flensburgar.
17:00: Lasse Hansen skorar sitt fjórða mark, nú af línu. 8-8.
16:30: Beutler ver frá Andri Stefan, það mætti segja að Beutler væri dottinn í stuð!
16:14: Það er heitt í hamsi…
16:00: Sigurbergur skítur en Beutler ver, og Lasse Hansen skorar. 8-7.
15:00: Lasse Hansen skorar úr hægra horninu, „vippar“ yfir Birki. 8-6.
14:44: Kári Kristján jarðar Vrjanes.
14:00: Haukar missa boltann. Jafnt í liðum.
12:58: Carlen með skot í stöng , Freyr nær boltanum en slök sending fram á við og Flensburg keyra í sókn en dæmt skref. Haukar fá boltann.
12:30: Andri með skot sem Beutler ver.
11:50: Alen Muratovic skorar með skoti fyrir utan. 8-5.
11:35: Sigurbergur rekinn útaf fyrir fót.
Sænski leikstjórnandinn, Vranjes er kominn innaá.
10:52: Birkir ver, Elías fer í gegn en skítur í jörðina o gyfir.
Per Carlen þjálfari Flensburgar, lýst ekkert á þetta og tekur leikhlé.
10:10: Frábær vörn hjá Haukum, ekkert gengur hjá Flensburg. Haukar ná boltanum, Freyr í hraðarupphlaup og skorarar. 8-4.
9:33: Andri Skorar með skoti fyrir utan teig, 7-4.
9.00: Dæmt sóknarbraut og Haukar í sókn. En brotið var á Frey í hraðarupphlaupinu.
8:20: Gunnar Berg skorar aftur fyrir utan, 6-4. Jafnt í liðum.
7:00: Gunnar Berg skorar, en Lasse Hansen svarar í hægra horninu, 5-4.
Það er frábær stemming, og nánast fullt hús.
6:38: Freyr fiskar boltann, fer í hraðarupphlaup en Beutler skorar. Haukar eru enn einum færri. 4-3.
6:24: Sóknarleikur Flensburgar er afarhraður, og Arnar Pétursson er vikinn af velli.
5:30: Andri Stefan með skot að marki en Beutler ver, en Kári nær boltanum og fríkast. Andri Stefan skorar, 4-3.
5:00: Sigurbergur kemst í gegn en skot hans yfir, Oscar Carlen skorar strax. 3-3.
4:24: Michael Knudsen skrorar fyrir utan, 3-2. Haukar í sókn.
3.54: Einum færri fiskar Andri Stefan víti. Sigurbergur skorar sitt annað mark. 3-1.
3:25: Birkir ver frá Lars Christiansen úr vinstra horninu. 2-1.
3:00: Andri Stefan skorar með undirhandarskoti, 2-1.
2.20: Lars Christiansen skorar úr vítinu 1-1.
2.18: Freyr Brynjarsson fær 2 mínútur og Flensburg fær víti
2.mínúta: Sigurbergur með fyrsta markið, 1-0
1.mínúta: Birkir varði fyrsta skot sitt, Haukar í sókn 0-0
19:30: Leikurinn er hafinn og byrjar Flensburg með boltann
19:28: Búið að er kynna bæði lið og fer leikurinn að hefjast.
19:22: Fyrir þá sem hafa mikin áhuga á dómurum, þá eru dómarar leiksins þeir Rickaard Canbroe og Mikeael Claessonen þeir koma frá Svíþjóð.
19:20: Verið er að kynna inn dómarana og lið Flensburgar…
19:15: Fólk streymir inn í húsið og strax, korter fyrir leik orðin betri mæting en hefur verið á heimaleikjum Hauka í Meistaradeildinni.
19:02: Það er fjölmenn sveit Þjóðverja komin til landsins en í kringum 30 manns komu með liðinu.
18:57: Nú erum u.þ.b. hálftími í leik og liðin komin út á völl og farin að hitta upp. Það er ljóst að Flensburg mun einungis leika með 13 leikmenn í dag.
Lið Flensburgar í dag er svona skipað;
Dan Beutler |
Jendrik Meyer |
Oscar Carlen |
Thomas Mogensen |
Lasse Svan Hansen |
Johnny Jensen |
Lars Christiansen |
Ljubomir Vranjes |
Torge Johannsen |
Jacob Heinl |
Lasse Boesen |
Alen Muratovic |
Michael Knudesen |
Engar breytingar eru á leikmannahópi Hauka frá síðasta leik gegn FH;
Gísli Guðmundsson |
Birkir Ívar Guðmundsson |
Pétur Pálsson |
Freyr Brynjarsson |
Andri Stefan |
Arnar Pétursson |
Elías Már Halldórsson |
Sigurbergur Sveinsson |
Arnar Jón Agnarsson |
Gísli Jón Þórisson |
Gunnar Berg Viktorsson |
Stefán Rafn Sigurmannsson |
Einar Örn Jónsson |
Kári Kristján Kristjánsson |