Eimskipsbikarinn á morgun í karla og kvenna

Á morgun mun bæði karla og kvennalið Hauka spila í Eimskipsbikarnum. Karlarnir leika í 16-liða úrslitum en konurnar í svokallaðri forkeppni fyrir 8-liða úrslitin.

Bæði lið munu leika gegn ÍR og fara báðir leikirnir fram í Austurbergi í Breiðholtinu. 

Kvennaliðið byrjar klukkan 18:00 og strax af þeim leik loknum byrjar karlaleikurinn, eða um áttaleytið.

 

Kvennaliðs ÍR sendir ekki lið til keppni í N1-deild kvenna en þeir leika hinsvegar í 2.deild kvenna þar sem Haukar eiga til að mynda tvö lið. Í 2.deildinni hafa ÍR stelpurnar spilað þrjá leiki en þeir hafa einungis sigrað einn leik. Þær hófu keppni gegn Val og töpuðu 24-29, næst töpuðu þær gegn Víking með einu marki en þær sigruðu svo Víking 2 með sjö mörkum 26-19.

 

Það má til gamans greina frá því að markvörðurinn Jelena Jovanovic sem spilaði lengi vel með Stjörnunni og síðast með Fylki er gengin í raðir liðs ÍR, en hún þjálfar yngri flokkana félagsins. Og því er aldrei að vita nema að Jelana verði í markinu á morgun.

En að karlaleiknum sem hefst eins og fyrr segir klukkan 20:00. ÍR-liðið er á toppi 1.deildarinnar með 12 stig af 14 mögulegum. En eini tapleikur liðsins var gegn Gróttu. Ungmennalið Hauka sem einnig leikur í 1.deildinni tapað fyrir ÍR fyrr í vetur með fimm mörkum 33-28.  Eins og fyrr segir er liðið á toppi 1.deildarinnar með jafn mörg stig og Selfoss. ÍR-liðið er ungt að aldri en reynslan er ekki íkja mikil hjá liðinu enda hefur liðið misst fjölmarga leikmenn frá sér á undanförnum árum. En nú síðast misstu þeir Davíð Georgsson í Víking, Ólafur Sigurjónsson í Stjörnuna, Jacek Kowal í Fram og Kristinn Björgúlfsson fór út í atvinnumennsku.

Það ætti að vera formsatriði fyrir bæði lið að komast áfram í bikarnum en þó eru leikir aldrei unnir fyrirfram. Við hvetjum fólk til að kíkja í Austurbergið á morgun.