Haukar sækja Grindavík heim í kvöld í Iceland Express-deild kvenna í körfu.
Haukar eru sem stendur í 2. sæti deildarinna rmeð átta stig eftir fimm leiki og Grindavík er í 3.-5. sæti með sex stig eftir jafn marga leiki.
Bæði lið hafa sýnt ágætan leik á tímabilinu og unnu síðustu andstæðinga sína. Haukar lögðu Fjölni að velli á meðan Grindavík lagði granna sína á suðurnesjum, Keflavík.
Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer fram í Grindavík.
Mynd: María Lind og stelpurnar í Haukaliðinu verða í sviðsljósinu í kvöld – stefan@haukar.is