Það verður sannkallaður stórleikur í Mýrinni á morgun, þegar heimastúlkur í Stjörnunni taka á móti Haukum í N1-deild kvenna. Um er að ræða leik á milli efstu tveggja liðanna, Stjarnan eru taplausar í deildinni með 14 stig en Haukar í því 2. með 12 stig, en eini tapleikur Hauka í deildinni var einmitt gegn Stjörnunni í fyrsta leik deildarinnar, 29-26.
Leikurinn hefst klukkan 13:00, en sá leiktími er rosa spennandi fyrir HSÍ og hafa þeir verið virkilega duglegir að setja leiki klukkan eitt á laugardegi. Ekki ert hægt að mótmæla því neitt núna, en aftur á móti er hægt að setja spurningarmerki við þennan leiktíma.
Haukar eru eins og fyrr segir einungis búnar að tapa einum leik og það gegn Stjörnunni í fyrstu umferð. Í síðustu umferð sigruðu þær granna sína í FH í Kaplakrika 29-27 en sá sigur var nokkuð auðveldur en þær voru komnar með gott forskot í seinni hálfleik en gáfu eilítið eftir þegar leið á leikinn. Tatjana Zukovska og Nína K. Björnsdóttir voru ekki með í þeim leik en aftur á móti spilaði Erna Þráinsdóttir sinn fyrsta leik á tímabilinu en hún er að stíga upp úr meiðslum.
Í þar síðustu umferð vann Stjarnan lið FH-inga með einungis einu marki, 30-29 þar sem Alina Petrache skoraði þriðjung marka Stjörnunnar. Í síðustu umferð sigruðu þær svo neðsta lið deildarinnar, Fylkis með sjö mörkum 24-17. Þjálfaraskipti hafa verið á liði Stjörnunnar frá því liðið mætti Haukum en Atli Hilmarsson hefur tekið við liði Stjörnunnar af Ragnari Hermannssyni.
Á meðan meistaraflokkur karla leikur í Úkraníu í Meistaradeildinni þá hvetjum við Haukafólk að fjölmenna í Mýrina og láta vel í sér heyra.