Í kvöld taka Akureyringar á móti Haukum í N1-deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og fer leikurinn fram í Íþróttahöllinni fyrir norðan.
Lið Akureyrar situr einir á toppi N1-deildarinnar með 12 stig en þeir hafa án efa komið hvaða liðum mest á óvart í deildinni en Valsarar koma næst þeim með 11 stig.
Haukar aftur á móti eru í 6.sæti með 6 stig en eiga einn leik til góða gegn Stjörnunni. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir Hauka enda hafa þeir tapað óhemju mikið af stigum í deildinni. En þeir hafa einungis sigrað þrjá leiki af sjö.
Við viljum benda fólki á það að leikurinn verður í beinni textalýsingu á heimasíðu Akureyri. En þið getið farið beint á textalýsinguna með því að smella hér.
Á morgun mun svo meistaraflokkur Hauka fara til Ungverjalands og spila sinn síðasta leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar gegn Vezprém.
Næsti heimaleikur Hauka í N1-deild karla er gegn HK 4.desember.