Haukar komnir í 16-liða úrslitin

Haukar lögðu Iceland Express-deild lið Breiðabliks að velli í kvöld í 32-liða úrslitum Subwaybikarins í körfubolta 83-75.

Sigur Hauka í kvöld er merkilegur fyrir margar sakir en Haukar hafa ekki komist undanfarin ár lengra en í 32-liða úrslitin ásamt því að það hefur aðeins nokkrum sinnum komið fyrir að 1. deildar lið leggji úrvalsdeildarlið að velli.

Sveinn Ómar Sveinsson var stigahæstur Haukamanna í kvöld með 20 stig en hann átti erfitt uppdráttar en óx ásmegin leið á leikinn. Kristinn Jónasson var næst stigahæstur með 18 stig og Lúðvík Bjarnason skoraði 17 stig og Óskar Ingi Magnússon 14.

Hjá Breiðablik var Rúnar Ingi Erlingsson stigahæstur með 21 stig.

Leikurinn var afar skemmtilegur og spennandi alveg fram í lokin.

Breiðablik leiddi stóran hluta af leiknum en Haukar komust yfir um miðjan 4. leikhluta og héldu forystunni út leiktímann.

Tölfræði leiksins

Myndir: Efri myndSveinn Ómar Sveinsson var stigahæstur Haukamanna í kvöld – Neðri mynd – Haukamenn fagna góðum sigri í leikslok – stefan@haukar.is