Hafnarfjarðarslagur í Bikarnum

 Í hádeginu í dag var dregið í Eimskips bikar karla í Handknattleik þar sem Haukar drógust á móti erkifjendunum í FH og verður leikið í Kaplakrika.  Ekki er langt síðan að liðin léku í Kaplakrika í dramatískum leik þar sem að Fimleikafélagið hafði betur undir lokin. Strákunum gefst því tækifæri til þess að hefna ófara og slá út Fimleikafélagið úr Bikarnum.  Leikið verður helgina 6.-7. desember næstkomandi.

 Sjá má dráttinn í heild sinni með því að smella á meira.

FH – Haukar

 

Fram – Valur

 

Selfoss – Stjarnan

 

Stjarnan 2 – Grótta

 

Leikirnir fara fram 7. og 8. desember.