Leikmenn Hauka í yngri landsliðum Íslands

HaukarEins og greint var frá í morgun munu öll yngri landslið Íslands í handknattleik æfa um helgina. Búið var að tilkynna hópana hjá U-15 ára landsliði karla og kvenna á síðunni en Haukar eiga fleiri fulltrúa í hinum landsliðunum.

Í U-17 ára landsliði kvenna eiga Haukar tvo fulltrúa, þær Gunnhildur Pétursdóttir og Guðrún Ósk Guðjónsdóttir. Þær eru báðar á eldra ári í 4.flokki og spila einnig með unglingaflokki. Hægt er að sjá hópinn í heild sinni með því að smella hér.

Í U-17 ára landsliði karla eiga Haukar einn fulltrúa, en Arnar Daði Arnarsson hefur verið valinn í hópinn. Hann er á yngri ári í 3.flokki. Hægt er að sjá hópinn í heild sinni með því að smella hér.

Í U-19 ára landsliði kvenna eiga Haukar einn fulltrúa, en það er markvörðurinn Heiða Ingólfsdóttir. Hún er á yngsta ári í unglingaflokki en spilar einnig með meistaraflokki. Hægt er að sjá hópinn í heild sinni með því að smella hér.

Og að lokum eiga Haukar tvo fulltrúa í U-21 árs landsliði Íslands, en það eru þeir Aron Rafn Eðvarðsson og Þórður Rafn Guðmundsson. Þeir eru báðir í 2.flokki en æfa með meistaraflokki og spila með Haukar U í 1.deildinni. Hægt er að sjá hópinn í heild sinni með því að smella hér.

Við óskum leikmönnunum til hamingju með að vera valin í óskum þeim góðs gengis á æfingunum.