Meistaraflokkur karla í handbolta drógst í morgun á móti þýska stórliðinu Nordhorn í 16 – liða úrslitum í Evrópu keppni bikarhafa en dregið var í höfuðstöðvum evrópska handknattleikssambandsins í Vínarborg í hádeginu. Nordhorn liðið er sem stendur í 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig eftir 8 sigra, 1, jafntefli og 4 töp. Ljóst er að það verður á brattan að sækja hjá Haukunum en Nordhorn liðið er geisisterkt og er með marga sterka leikmenn innan sinna raða.
Eins og Þjóðverjinn Holger Glandorf en hann er ein öflugasta vinstri handarskytta í heiminum í dag. Einnig er hinn gamal reyndi markmaður sænska landsliðsins Peter Genzel í Nordhorn. Þjálfari liðsins er gamla sænsk línutröllið Ola Lindgern og hefur hann verið að gera góða hlutu með líðið og komið því í fremstu röð í þýsku deildinni. Haukarnir eiga fyrri leikinn á heimavelli 14. eða 15. febrúar og seinni leikinn úti viku seinna.
Það verður því nóg að gera hjá leikmönnum Hauka og ljóst að evrópukeppnisævintýri meistaraflokksins er als ekki lokið.
Aron Kristjánsson var afar ánægður með dráttinn enda verri kostir sem hefðu getið orðið staðreynd t.d. dýrari og lengri ferð.