Góður sigur 10. fl. kvenna

10. flokkur kvenna vann góðan sigur á Njarðvík í bikarkeppni KKÍ í gær 47-36 í leik sem var spennandi allan tímann en. Haukar voru þó ávallt í bílstjórasætinu með Margréti Rósu Hálfdanardóttur fremasta á meðal jafningja en hún var stigahæst Hauka með 27 stig.

„Njarðvíkingarnir voru duglegir að pressa og áttum við mjög erfitt fyrst að leysa pressuna þeirra.” sagði Hanna Hálfdanardóttir þjálfari 10 flokks.

Hanna sagðist einnig vera mjög ánægð með stelpurnar miðað við æfingafjölda þeirra. „Ég er mjög sátt með stelpurnar mínar miðað við hversu fáar æfingar við höfum saman í 10. flokki. Þær æfa allar með öðrum flokkum þannig að það er ekki mikill tími til að vera að æfa spes með 10.flokki. Það þarf að vinna meira með vörnina en sóknin var mjög góð hjá okkur.”

Stigahæstu leikmenn Hauka Margrét 27 stig, Dagbjört 11 stig, Lovísa og Andrea með 4 stig hvor.