Stjarnan sigraði rétt í þessu N1 deildarbikarkeppni kvenna eftir nauman sigur á Haukum. Leikurinn endaði með eins marks sigri Stjörnunnar 28 – 27 eftir að Hanna Guðrún Stefánsdóttir skaut í stöng úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. Haukastelpur voru yfir allan leikinn og voru betri aðilinn í öllum leiknum.
Haukastelpur byrjuðu mun betur og náðu forystu strax. Haukar leiddu allan fyrri hálfleikinn með einu til þremur mörkum. Í hálfleik var jafnt, 14 – 14.
Í síðari hálfleik voru Haukastelpur áfram mun betri aðilinn og náðu fjögurra marka forskoti. Stjarnan komst fyrst yfir þegar átta mínútur voru eftir af leiknum og staðan var 27 – 26.
Það var svo mikil óheppni í lokinn þegar Hanna Guðrún Stefánsdóttir skaut boltanum í stöng úr vítakasti þegar venjulegur leiktími var liðinn.
Stjarnan er því deildarbikarmeistari og óskum við Haukamenn þeim til hamingju með það.