Helena 11. í kjöri til íþróttamanns Íslands

Í gærkvöldi var kjör íþróttamanns ársins 2008 kunngert á Grand Hótel og var körfuknattleikskonan Helena Sverrisdóttir í 11. sæti aðeins sex stigum frá því að komast á topp tíu.

Helena fékk 33 stig í kjörinu en þetta er þriðja árið í röð sem hún er í 11. sæti í kjörinu.

Hér má lesa allt um kjörið í gær.

Heimasíðan óskar Helenu til hamingju með árangurinn.

Mynd: Helena í leik með liði sínu TCU í bandaríska háskólaboltanum – Killer Frogs