Kristrún best á fyrri hlutanum

Í dag voru úrvalslið fyrri hluta Iceland Express-deildar karla og kvenna valin. Haukar áttu tvo fulltrúa í úrvalsliði kvenna en þær Kristrún Sigurjónsdóttir og Slavica Dimovska voru báðar í því.

Slavica er ekki komin til landsins og því tók Kristrún við hennar verðlaunum.

Ásamt því að vera í úrvalsliðinu var Kristrún valin besti leikmaður fyrri hlutans og óskar heimasíðan henni til hamingju með.

Nánar er hægt að lesa um verðlaunaafhendinguna hér.

Hægt er að lesa viðtal við Kristrúnu á Vísi.is hér.

Hægt er að lesa viðtal við Kristrúnu á Karfan.is hér.

Myndir:Efri mynd: Kristrún ásamt Jakobi Sigurðssyni leikmanni KR en hann var besti leikmaður fyrri hlutans hjá körlunum. Neðri mynd: Úrvalslið fyrri hluta Iceland Express-deildar kvenna ásamt þjálfara þess Ara Gunnarssyni og Fanneyju Guðmundsdóttur Dugnaðarforki fyrri hlutans. – myndir: www.kki.is