Það var boðið uppá frábæran körfubolta á Ásvöllum í gærkvöldi þegar Deildarmeistarar Hauka tóku á móti Bikarmeisturum KR í 3 leik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn var frábær skemmtun og alls ekki fyrir hjartveika en gríðarleg spenna var á lokamínutum leikssins þar sem Slavica setur risastórara þriggja stiga körfu niður og Haukastúlkur og áhorfendur Hauka fögnuðu gríðarlega enda héldu allir að leiktíminn var búin. En svo var ekki og 2. Sekúndum bætt við en KR tekur leikhlé og KR fær boltann á miðju Hildur Sigurðardóttir fær boltan þar sem Haukastúlkur brjóta á henni og Hildur setur síðan niður pallróleg 3 víti og jafnar leikinn. Í Framlengingunni voru Haukastúlkur gríðarlega einbeittar og lönduðu góðum sigri á KR og komust yfir 2-1 í seríunni.
Atkvæðamestar hjá Haukum voru Slavica með 17 stig og 6 stoðsendingar Ragna Margrét Brynjarsdóttir 16 stig og 13 fráköst
Næsti leikur í einvíginu er næstkomandi sunnudag og verður leikið í DHL-Höll þeirra KR-inga.