Dagana 6.-9. apríl næstkomandi mun fara fram handboltabúðir á Ásvöllum. Búðirnar eru fyrir alla krakka í 1.-6. bekk og kostar þátttakan 5000 kr. Veittur verður systkinaafsláttur þ.e. annað barn fær 50% afslátt og þriðja barn fær frítt.
Dagskráin byrjar kl. 9:00 á morgnanna og stendur til 12:00 og hægt verður að fá barnapössun frá kl. 8:00. Ágætt er að taka með sér nesti.
Þetta er tilvalin skemmtun fyrir byrjendur og lengra komna. Boðið verður upp á handboltaþrautir af ýmsu tagi, skipt verður í hópa eftir aldri og getu hvers og eins. Farið verður í grunnatriði handknattleiksins, sendingar, gabbhreyfingar og að sjálfsögðu spilaður handbolti. Síðasta daginn verður svo lokahóf þar sem grillaðar verða pylsur og viðurkenningar veittar ásamt fleiru skemmtilegu.
Þetta verður frábær skemmtun og margt í boði fyrir hressa krakka s.s. páskaeggjavítakeppni á markverði meistaraflokkanna en það verða leikmenn Deildameistara Hauka í handknattleik sem munu sjá um þjálfun.
Skráning og nánari upplýsingar á gisli12@gmail.com (segið frá nafni og aldri barns)
Hægt er að greiða á reikning 525-26-1933 kt. 050178-5799 og sýna kvittun úr heimabanka.