Unglingaflokkur karla náði í dag öðru sæti í deildinni þegar þeir unnu KFÍ 101-78. Haukar, FSu og Fjölnir eru öll jöfn af stigum en þar sem Haukar hafa bestu innbyrgðis viðureignir þessara þriggja liða tilla þeir sér í 2. sætið.
Haukar eiga einn leik áður en úrslitakeppnin hefst en það er frestaður leikur gegn Keflavík og verður hann spilaður eftir páska.
Haukar skoruðu fyrstu körfu leiksins og komust snemma í 7-3. KFÍ minnkaði muninn í 9-7 en þá hrökk pressu vörn Haukastráka í gang og Haukar breittu stöðunni í 18-7. Haukar enduðu leikhlutan með 28 stig gegn 14 KFÍ-manna en hefðu auðveldlega geta verið með mun meira forskot en sniðskot þeirra voru ekki að rata rétta leið.
KFÍ voru beittir í öðrum leikhluta og um miðjan leikhlutan náðu þeir 0-11 spretti og minnkuðu muninn í níu stig 39-30. Haukar hertu leik sinn og leiddu með 10 stigum í hálfleik 49-39.
Haukar gerðu út um leikinn í þriðja leikhluta sem þeir unnu 31-16. Mestur varð munurinn 25 stig en þannig var munurinn eftir leikhlutann og staðan 80-55. KFÍ vann síðasta leikhlutann með tveimur stigum og sigruðu Haukar því með 23 stiga mun, 101-78.
Stigahæstir í liði Hauka voru Kristinn Marinósson og Haukur Óskarsson með 16 stig hvor og Emil Barja og Helgi Einarsson voru með 12 stig hvor.
Hjá KFÍ var Daniel Kalov lang stigahæstur með 28 stig.
Stigaskor Hauka:
Kristinn Marinósson 16
Haukur Óskarsson 16
Emil Barja 12
Helgi Einarsson 12
Arnar Hólm Kristjánsson 11
Steinar Aronsson 10
Birkir Pálmason 10
Alex Óli Ívarsson 6
Ástþór Ernir Hrafnsson 4
Kristinn R. Kristinsson 2
Andri Freysson 2
Mynd: Kristinn Marinósson var stigahæstur Hauka í dag – Arnar Freyr Magnússon