Lokadagurinn í handboltaskólanum á morgun

Eins og greint var á heimasíðunni fyrr í þessum mánuði fara fram handboltabúðir Hauka í þessari viku og hófust búðirnar á mánudaginn. Mikill fjöldi krakka hefur mætt á æfingarnar og hefur mikið verið um dýrðir á æfingunum en leikmenn meistaraflokkana hafa stjórnað æfingunum. 

Áhuginn hjá krökkunum er gríðarlega mikill og leiðbeinendurnir á námskeiðinu er mjög ánægðir hvað krakkarnir eru duglegir og virkir.

Á morgun er svo síðasti dagurinn í handboltabúðunum en þá verður grillað og svo verður ein stærsta vítakeppni sem fer fram á Íslandi, en í markinu munu standa markverðir meistaraflokkana, en í verðlaunu verða páskaegg. Einnig verða þrír heppnir krakkar sem borga hafa námskeiðsgjaldið dregnir út í happadrætti og í verðlaun eru Haukabúningur.

Tilvalið er að koma með blað til að láta meistaraflokkana skrifa eiginhandaáritanir, hver vill ekki eiga eiginhandaáritun frá Deildameisturunum 2008-2009. En flestir af leikmönnum meistaraflokkana, karla og kvenna munu mæta á morgun.

Vonum að sem flestir mæti og við hvetjum foreldra, forráðamenn, afa og ömmur að mæta á morgun og líta við enda verður mikið fjör. Mæting hefst eins og hina dagana klukkan 9:00 og verður þessu lokið um 12:00.

Mynd: Aron Rafn Eðvarðsson og Heimir Óli Heimisson leikmenn meistaraflokks Hauka stjórna hér æfingu í handboltaskólanum.