Úrslitakeppni N1-deildar karla og kvenna er á næstu grösum og hefjast fyrstu leikir fimmtudaginn 16. apríl þegar Haukar taka á móti Fram í úrslitakeppni karla. Tveimur dögum seinna hefja stelpurnar leik og þá einnig gegn Fram.
Deildarmeistarar Hauka hefja að sjálfsögðu leik á heimavelli og hafa heimaleikjaréttinn út úrslitakeppnina.
Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki í undanúrslitum fer áfram í úrslitin en í úrslitunum þarf að vinna þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.
Leikdagar N1-deild karla:
Undanúrslit
16. apríl fimmtudagur – Haukar-Fram Ásvellir kl. 19.30
20. apríl mánudagur – Fram-Haukar Safamýrinn kl. 19.30
23. apríl fimmtudagur – Haukar-Fram Ásvellir kl. 19.30(Oddaleikur ef þarf)
Úrslit
27. apríl mánudagur – Leikur 1 kl. 19.45
29. apríl miðvikudagur – Leikur 2 kl. 19.30
2. maí laugardagur – Leikur 3 kl. 16.00
5. maí þriðjudagur – Leikur 4 kl. 19.30(Ef þarf)
7. maí fimmtudagur – Leikur 5 kl. 19.30(Ef þarf)
Leikdagar í N1-deild kvenna:
Undanúrslit
18. apríl laugardagur – Haukar-Fram Ásvellir kl. 16.00
21. apríl þriðjudagur – Fram-Haukar Safamýrinn kl. 19.30
24. apríl föstudagur – Haukar-Fram Ásvellir kl. 19.30(Oddaleikur ef þarf)
Úrslit
28. apríl þriðjudagur – Leikur 1 kl. 19.30
1. maí föstudagur – Leikur 2 kl. 19.30
3. maí sunnudagur – Leikur 3 kl. 16.00
6. maí miðvikudagur – Leikur 4 kl. 19.30(Ef þarf)
9. maí laugardagur – Leikur 5 kl. 14.00(Ef þarf)
Myndir: Fyrir ofan – Arnar Jón Agnarsson í grannaslagnum gegn FH – Dagur Brynjólfsson/dalli.is
Fyrir neðan – Þórdís Helgadóttir í baráttunni gegn HK fyrr í vetur – stefan@haukar.is