Haukar mæta Fram í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla.
Deildarmeistarar Hauka töpuðu fyrir Fram í síðasta leik sem þýðir að Framsigur í kvöld sendir Hauka í snemmbúið sumarfrí.
Aron Kristjánsson segir í samtali við mbl.is að liðið sé upp við vegg og sigur sé nauðsynlegur en það lið sem fyrr vinnur tvo spilar til úrslita. Því er ljóst að Haukar verða að vinna í kvöld til að knýja fram oddaleik á Ásvöllum næsta fimmtudag.
Leikurinn hefst kl. 19.30 í Framheimilinu í Safamýri.
Leikurinn er í beinni útsendingu á HSÍtv og þeir sem ætla ekki að leggja leið sína á völlinn geta fylgst með hér.
Allir á völlinn og áfram Haukar.
Mynd: Sigurbergur Sveinsson úr síðasta leik gegn Fram á Ásvöllum – stefan@haukar.is