Haukastrákar tryggðu sér oddaleik

Elías Már HalldórssonÍ kvöld fór fram annar leikur Hauka og Fram í undanúrslitum N1 deildarinnar. Leikurinn fór fram í Framhúsinu en Fram hafði forystu í einvíginu, 1-0, eftir sigur á Ásvöllum á fimmtudaginn. Haukastrákar þurftu því á sigri að halda til að fara ekki í sumarfrí.

Haukamenn byrjuðu leikinn mun betur, Fram komst yfir en leikurinn endaði svo með sigri Haukamanna, 26 – 23, eftir frábæran endakafla Haukamanna.

Haukamenn byrjuðu leikinn betur og höfðu forystuna þar til í stöðunni 5 – 5. Þá voru 20 mínútur liðnar af leiknum en mjög lítið var skorað á fyrstu mínútum leiksins. Fram komst yfir 6 – 5 og héldu forystu það sem eftir lifði fyrri hálfleiksins. Í hálfleik var staðan 12 – 8, Fram í vil.

Haukar byrjuðu síðari hálfleikinn mun betur og náðu að jafna 13 – 13. Liðin skiptust svo á að skora þar til í stöðunni 17 – 17 en þá náðu Framarar að skora tvö mörk í röð og náðu forystu 19 – 17. Þá kom mjög góður kafli Haukamanna sem breyttu stöðunni í 20 – 23. Þeirri forystu héldu Haukamenn út leikinn og sigruðu að lokum, 26 – 23, eins og áður segir.

Með sigrinum tryggðu Haukamenn sér oddaleik sem fram fer á Ásvöllum á fimmtudaginn n.k. klukkan 19:30.

Markahæstur í liði Hauka í dag var Gunnar Berg Viktorsson en hann skoraði 8 mörk í leiknum. Freyr Brynjarsson skoraði 5 mörk fyrir Haukamenn.

Í liði Fram var það Haraldur Þorvarðarson sem var atkvæðamestur með 8 mörk en Rúnar Kárason skoraði 5. 

Birkir Ívar í viðtali á mbl.is

Leiklýsing frá leiknum á mbl.is

Aron í viðtali á vísir.is

Myndir úr leiknum á sport.is

Aron í viðtali á sport.is

Mynd: Elías var sterkur í leiknum í kvöld – stefan@haukar.is